Mannúðaraðstoð og þróunarsamvinna, styrkur Hjálparstarfs kirkjunnar

Jes. 62:10-12; Róm. 13:11-14; Matt. 21:1-9.

Náð sé með yður og friður, frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.

Í dag er nýjársdagur í kirkjunni. 1. sunnudagur í aðventu markar upphaf kirkjuársins sem hefur sínar árstíðir, helgar og hátíðir. Það er því við hæfi að í kirkjum landsins sé lesið guðspjallið um innreið Jesú í Jesúsalem en þangað streymdi fjöldi fólks á sama tíma til að taka þátt í páskahátíðinni. Við gengum ekki inn í borgina helgu í morgun en við gengum inn um dyrnar Hallgrímskirkju og sem leið lá inn í helgidóminn. Við höfum gengið til móts við Guð og samferðafólk okkar sem komið er hingað í þeim tilgangi að lofa Guð og ákalla og til að heyra hvað hann vill tala við okkur í orði sínu.

Á aðventu og jólum lítum við gjarnan til þeirra sem búa við kröpp kjör og erfiðar aðstæður. Fyrsti sunnudagur í aðventu markar upphaf árlegrar jólasöfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar. Við erum hvött til að veita von, allt annað líf, með því að taka þátt í jólasöfnuninni. Vatnsskortur er víðsfjarri okkur hér á landi flesta daga ársins. Það hefur komið fyrir að sumri til að fáir dropar hafi komið úr krana og þá helst í dreifbýlinu en það heyrir til algerra undantekninga.

„Við ætlum líka að halda áfram að byggja hús og vatnstanka fyrir munaðarlaus börn í Rakahéraði í Úganda. Þau hafa misst foreldrana úr alnæmi og búa í hreisum við vonlausar aðstæður. Nýtt hús og vatnstankur, ráðgjöf og stuðningur til skólagöngu gerbreytir aðstæðum. Allt annað líf.“ segir framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins í pistli um leið og hann þakkar fyrir stuðninginn.
Börn heimsins búa við misjöfn kjör og misjafnar aðstæður. Því miður virðist það líka eiga við hér á landi. Hjálparstarfið styður einnig börn hér á landi sem alast upp við kröpp kjör með því að veita skólastyrki, útvega skóladót, með því að valdefla mæður þeirra, veita ráðgjöf og styrkja fjölskyldur fjárhagslega. Þetta allt er gert með þinni hjálp sem svarar kalli Hjálparstarfsins þegar safnanir eru í gangi eins og nú á aðventunni. Veitum von sem gefur allt annað líf.

Í dag á fyrsta sunnudegi nýs kirkjuárs hefjum við gönguna til hátíðar ljóss og friðar, jólahátíðarinnar. Á litlum ösnufola reið Jesús inn í borgina Jerúsalem. Hann kom ekki eins og valdsins herra, ekki á hesti eins og stríðsmanna er háttur. Hann hagar innreið sinni í Jerúsalem á þann hátt að sýna að hann kemur sem kóngur fullur mildi og auðmýktar. Hann hefur þá mynd af sjálfum sér að vera mildugur en samt máttugur, vera auðmjúkur en samt áhrifamikill. Þau sem honum fylgdu láta í ljós hugmyndir sínar um hann þegar þau hrópa og syngja. Þau segja, hann er spámaðurinn frá Nazaret í Galileu og hann er Sonur Davíðs sem kemur í nafni Drottins.

Hver er Jesús og hvaða erindi á hann við þig? Fleira er vitað um drenginn sem fæddist í Betlehem fyrir rúmum 2000 árum en flesta aðra samtímamenn hans. Saga hans, framkoma, verk og sjálfsmynd voru skráð og hafa lifað allt til dagsins í dag. Boðskapur hans og sagan um hann hefur borist mann fram af manni. Fólk hefur verið snert og snortið af honum og fengið að reyna að hann lifir og honum má treysta. Fólk hefur komið saman í hans nafni og það er hin eina sanna kirkja.

Kirkjan í heiminum hefur það hlutverk að koma boðskap Jesú til skila í orðum og í verkum. Þess vegna tekur hún þátt í hjálparstarfi.
„Sérstaða Hjálparstarfs kirkjunnar er að vera kirkjutengd stofnun sem byggir á grasrótarstarfi í nærsamfélaginu. Innanlands starfa félagsráðgjafar Hjálparstarfsins með prestum og djáknum, félagsþjónustu sveitarfélaga, öðrum hjálparsamtökum, stofnunum og ráðuneytum að úrlausn verkefna en ekkert er skipulagt án þess að notendur þjónustunnar séu hafðir með í ráðum,“ segir upplýsingafulltrúi Hjálparstarfsins í pistli.

„Í mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu liggur styrkur Hjálparstarfsins í samvinnu við hjálparstofnanir sem þekkja staðhætti á verkefnasvæðum. Þær þekkja söguna og menninguna en það auðveldar skipulagningu og útfærslu aðstoðar. Þær eru jafnframt áfram á svæðinu eftir að alþjóðlegri aðstoð lýkur og geta mælt árangur hennar. Þá er alþjóðlegt hjálparstarf kirkna unnið í náinni samvinnu við hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna og eftir ströngustu stöðlum um faglegt hjálparstarf.

Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi er lítil stofnun í stóra samhenginu en hún nýtur þess að hennar helsti samstarfsaðili í þróunarsamvinnu er Lútherska heimssambandið, en fleiri en 2,7 milljónir jarðarbúa nutu aðstoðar þess á árinu 2016.“ Tengslanet kirkjunnar nær því um allan heim og virkar vel þegar koma þarf upplýsingum eða hjálpargögnum til þurfandi bræðra og systra.

Það er einnig styrkur Þjóðkirkjunnar að hafa þéttriðið net í kringum landið okkar þar sem þjónustan er veitt í nærsamfélaginu, hvenær sem kallað er, á degi sem nóttu.
Eins og við heyrðum í guðspjallinu fylgdu margir Jesú þegar hann reið inn í Jerúsalem nokkrum dögum fyrir krossfestingu sína. Fólkið þekkti spádómana um soninn hennar Maríu og hlutverk hans. Þau tengdu og voru viss um að Jesús væri sá sem talað var um í Biblíu þeirra. Þau þekktu sögurnar sem höfðu lifað mann fram af manni.
Ég hitti erlendan mann í haust sem er frá landi þar sem ekki mátti iðka trúnna nema í felum. Hann þekkti ekki til Biblíunnar eða kristinnar trúar. Hann er fulltrúi lands síns á Vesturlöndum og sagðist hafa lesið alla Biblíuna þegar hann kom til Evrópu. Ég skildi ekki menninguna og listina í ykkar heimshluta sagði hann fyrr en ég var búinn að lesa Biblíuna. Þá skildi ég táknin og tilvísanirnar, formin og litina.

Hvað munu börn framtíðarinnar skilja ef þau mega ekki fræðast um það lífsviðhorf sem mótað hefur vestræna menningu og íslenska þjóð?
„Konungur þinn kemur til þín“ segir í guðspjallinu og er þar átt við Jesú. Það er boðskapur fyrsta sunnudags í aðventu. Hann kemur. Við tökum á móti. Okkar er valið. Hann kemur til þín sem hefur allt til alls og hefur ekki áhyggjur. Hann kemur til þín sem sem býrð í kuldanum í Laugardalnum, til þín sem býrð við fátækt. Hann kemur til þín sem gleðst yfir öllu því góða sem þú hefur og þakkar fyrir. Hann kemur til þín sem ert reið/reiður, kvíðin/n, örvæntingarfull/ur, til þín sem ert í prófatíð, til því sem vilt hjálpa öðrum og gefur þér ráð og styrk til þess. Hann kemur en þú ræður hvort þú býður honum inn í hús þitt og líf. Hann kemur ekki fram sem valdsins herra, heldur auðmjúkur og miskunnsamur. Jesús veitir von og gefur annað líf.

Í upphafi kirkjuársins erum við minnt á að veita meðbræðrum okkar og systrum von með því að taka þátt í söfnun Hjálparstarfsins. Fólkið sem fylgdi Jesú inn í Jerúsalem tjáði gleði sína, frelsi og von með orðunum: „Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!“

Megi aðventan færa okkur gleði og von, í Jesú nafni.

Dýrð sé Guði föður og syni og heilögum anda, svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. Amen.

Prédikun í Hallgrímskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu 2017

Ávarp við setningu kirkjuþings 2017

Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen, forseti kirkjuþings, kirkjuþingsfulltrúar, vígslubiskupar, tónlistarfólk, góðir gestir.

Saga hvers manns er hluti af ákveðnu samhengi og þannig er því einnig varið með sögu kirkjunnar hér í heimi. Það sem var hefur áhrif á það sem er sem svo aftur hefur áhrif á það sem verður.

Á þessu mikla afmælisári siðbótarinnar höfum við rækilega verið minnt á það hvernig lífsreynsla og lífssýn drengsins sem fæddist í Eisleben fyrir réttum 534 árum hafði áhrif á kirkju okkar og menningu. Í gær var afmælisdagurinn hans og í dag er skírnarafmælisdagurinn hans.

Skírnum hefur fækkað hér á landi undanfarin ár og sú er einnig raunin í nágrannalöndum okkar. Ég fagna áfangaskýrslu starfshóps um skírnina sem hér er lögð fram og upplýsi hér með að það verður eitt af fyrstu verkefnum nýs verkefnisstjóra á fræðslusviði biskupsstofu að vinna í þessum málaflokki. Hugmyndir mínar um þá vinnu rýma algjörlega við það sem fram kemur í áfangaskýrslu hópsins.

Það er gott og reyndar nauðsynlegt í kirkju okkar þar sem fleiri en ein stofnun eða embætti eru í forsvari fyrir hana að gengið sé í takt en ekki út og suður. Öll viljum við ná árangri við boðun okkar góða erindis enda erum við viss um að það bætir mannlífið og samfélagið allt. Ég kalla eftir samtali og samstarfi til að eyða þeirri tortryggni sem ég hef orðið vör við á vettvangi kirkjunnar og heiti því að leggja mig fram um að sú vegferð verði til góðs fyrir kirkjuna og þau öll sem henni þjóna og nýta þjónustu hennar.

Það er mikið talað um lýðræði í kirkju okkar. Lýðræði byggist á því að kallað er eftir þátttöku hins almenna þjóðkirkjumanns. Ýmsar leiðir hafa verið farnar í því til að tryggja lýðræðið svo sem fjölgun þeirra er mega kjósa biskupa og til kirkjuþings. Nú er fulltrúalýðræði í kirkjunni en ég vil til dæmis sjá það að til kirkjuþings geti allir þjóðkirkjuþegnar kosið og kosning verði á sama tíma og kjör til sveitarstjórna. Þá mætti jafnvel stilla fram listum þar sem málefnin eru í
fyrirrúmi en ekki einstaklingar. Ég tel slíkt fyrirkomulag tilraunarinnar virði. Fyrirmyndir þessa höfum við frá öðrum löndum, t.d. Noregi.

Það hefur verið ánægjulegt að sjá þann mikla auð sem býr í kirkjufólki, sögu og menningu okkar á þessu mikla afmælisári siðbótarinnar. Listgreinar, útgáfa, fræðsluþættir, prestastefna, leikmannastefna og fleira mætti telja. Ég vil þakka afmælisnefndinni sem skipuð var fyrir tæpum 5 árum sem og öðrum sem hafa lagt hönd á plóg og bið þess að árangur megi skila sér til eflingar guðs kristni í landinu.

Það segir eitthvað um mun á stjórnskipulagi okkar þjóðkirkju og þeirri dönsku að þjóðþingið, ríkisstjórnin og drottningin minntust siðbótarinnar með hátíðardagskrá í Kristjánsborg og hátíðartónleikum í beinni útsendingu í sjónvarpi á siðbótardaginn. Biskupum var boðið til þeirrar hátíðar. Kaupmannahafnarbiskup messaði einnig í dómkirkjunni þennan dag og það var ánægjulegt að sjá fulla kirkju á þriðjudegi kl. 16 við þá athöfn. Þrátt fyrir allt tal um fækkun félaga í dönsku þjóðkirkjunni tóku margir þátt á þessum óvenjulega messutíma.

Auk minningar siðbótarinnar stendur upp úr öllu því mikla og góða starfi þjóðkirkjunnar og þjónustu hennar um landið allt, ráðstefna Alkirkjuráðsins um réttlátan frið við jörðina sem fram fór í samvinnu við þjóðkirkjuna, í síðasta mánuði. Þetta var í fyrsta skipti sem slík umhverfisráðstefna er haldin hér á landi. Fulltrúar þeirrar ráðstefnu tóku einnig þátt í ráðstefnu hringborðs norðurslóða, Artic circle þar sem aðalræðumaðurinn var hans heilagleiki Bartholomew leiðtogi grísk orþódoxu kirkjunnar, annarrar stærstu kirkjudeildar heims á eftir rómversk kaþólsku kirkjunni.

Eins og kunnugt er er Alkirkjuráðið, World council of churches, sem stofnað var árið 1948, samtök margra kristinna kirkjudeilda og var íslenska þjóðkirkjan einn af stofnaðilunum. Margir lögðu hönd á plóg við undirbúning ráðstefnunnar og framkvæmd hennar, bæði hérlendis og erlendis og þakka ég þeim öllum fyrir framlag þeirra og góða samvinnu.

Þjóðkirkjan beinir sjónum sínum að umhverfismálum og er tímaskeiðið frá 1. sept. til 4. okt. helgað sköpunarverkinu, nú í ár í fyrsta sinn. Kristnar kirkjur víða um heim gera slíkt hið sama og lyfta upp þessu nauðsynjamáli til áframhaldandi lífs á jörðinni og nefna fyrrnefnt tímaskeið Season of creation. Markmiðið er að
umhverfisstarfið tvinnist inn í daglega starfsemi. Í bréfi sem ég sendi út til safnaðanna í landinu hvatti ég til athafna í hverjum söfnuði og tel æskilegt að söfnuðir kirkjunnar sækist eftir vottun Umhverfisstofnunar á starfsemi sinni. Jafnframt sagði ég: „Gríska orðið kairos, sem er þekkt úr biblíulegu samhengi, hefur verið notað í samtímanum um farsælan viðsnúning í hugsunarhætti og veigamikil framfaraskref. Ég tel að stund sannleikans sé runnin upp í umhverfismálum. Heimsbyggðin skynjar nú sem aldrei fyrr nauðsyn þess að hlúa að jörðinni og sérstaklega því að snúa við og draga úr ofhlýnun jarðarinnar. Næstu 5-10 ár munu skipta sköpum um það hvort mannkyn nái markmiðum Parísarsamkomulagsins, svo að hlýnunin fari ekki yfir 2°C. Gerist það ekki, verða afleiðingarnar skelfilegar fyrir mannkyn og lífríkið allt. Nú þurfa orð að verða að verkum og þar getur kirkjan skipt sköpum.“

Unga fólkið er með puttann á púlsinum og minnir okkur kirkjunnar fólk á umhverfismálin í einu þingmáli sínu í vor þegar þau samþykktu tillögu um að bætt verði við umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar að einnota plastmálum verði útrýmt úr safnaðarstarfi kirkjunnar fyrir árið 2019.” Kirkjuþing unga fólksins hvatti “einnig umhverfisnefnd Biskupsstofu að brýna fyrir söfnuðum kirkjunnar að hætta notkun einnota plastmála þegar í stað og hvetja söfnuði einnig að draga úr notkun annarra einnota umbúða með það að markmiði að útrýma notkun einnota plastmála úr safnaðarstarfi kirkjunnar fyrir árið 2020.”

Á ráðstefnunni um réttlátan frið við jörðina var samþykkt ályktun sem allir viðstaddir þátttakendur skrifuðu undir í Þingvallakirkju. Þar segir m.a.: “Við hvetjum kirkjur til að notast við þeirra eigið tungutak, hið ósvikna biblíumál, og hefðir til að efla vitund, hvetja til aðgerða og búa að sjálfbærni í kirkju og samfélagi. Við hvetjum til þess að kirkjur beiti sér með virkum hætti í að boða eflingu og skipulagningu sjálfbærri breytni á öllum stigum, allt frá hinu staðbundna samhengi safnaðarins og allt að landsvísu. Og við fögnum því þegar kirkjur og kirkjulegar stofnanir ákveða að beina fjármunum sínum frá iðnaði sem er umhverfislega ósjálfbær.

Kirkjurnar þjóna sem fulltrúar fyrir gríðarlegan fjölda fólks og samfélaga. Í því ljósi búum við yfir miklum möguleikum í krafti tengslanets okkar á milli sem og sambanda við félaga okkar sem tilheyra öðrum trúarbrögðum. Við ættum að beita öllum
tiltækum leiðum, samskiptamætti okkar þar með töldum, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi, til að virkja þessa möguleika.“

Lokaorð yfirlýsingarinnar, hljóða þannig: „Ráðstefnan aðhyllist þá hinu sömu sýn á að manneskjan blómgist og dafni sem lýst er í Opinberunarbók Jóhannesar (22.2): „Beggja vegna móðunnar var lífsins tré sem ber tólf sinnum ávöxt. Í hverjum mánuði ber það ávöxt sinn. Blöð trésins eru til lækningar þjóðunum.“
Látt oss endurnýja og helga tengsl okkar við náttúruna til líknar þjóðunum og heiminum.„

Kirkjur heimsins hafa það hlutverk að koma fagnaðarerindi Jesú Krists áfram til samferðafólks og tryggja að það berist áfram til næstu kynslóða. Í viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta Íslands ræðir hann um alþjóðleg samskipti og reynslu hans af þeim. Hann segir að þar sé fyrst og fremst spurt hvort viðkomandi hafi eitthvað fram að færa sem skiptir aðra máli? Hefurðu einhverja reynslu eða þekkingu sem aðrir geta nýtt? Á 20. öldinni má segja að efnahagslegur styrkur, hernaðarstyrkur og stærð hafi skipt máli. En á 21. öldinni skiptir fyrst og fremst máli í hverju þú ert góður. Hvaða þekkingu og reynslu hefur þú yfir að ráða sem getur reynst öðrum vel? Sérstaklega í veröld þar sem upplýsingakerfi heimsins hefur breyst með þeim hætti að þú getur lært af hverjum sem er í veröldinni, hvar sem þú ert í veröldinni.“

Kirkjur heimsins hafa margt fram að færa í umhverfismálum og öðrum málum er einstaklingar og þjóðfélög heimsins glíma við. Eitt af því sem nútíminn kallar eftir er rödd kirkjunnar í siðferðismálum. Hvað er siðferðilega rétt og hvað er réttlætanlegt. Í mínum huga er munur á þessum hugtökum siðferðilega rétt og réttlætanlegt. Alþekkt er í hraða nútímans að við lesum fyrirsagnir og það sem er dregið út úr texta til að við tökum betur eftir því. Það er líka þekkt að fyrirsagnir eru ekki alltaf hárréttar miðað við innihaldið. Það kann að vera réttlætanlegt að skauta fram hjá því sem er siðferðilega rétt ef það er í þágu almennings. Ef það bætir líf einstaklinga og betrumbætir samfélög. Daglega tekst homo sapiens á við siðferðilegar spurningar. En hvort hann eða hún deilir því með öðrum, vekur athygli á því sem hugurinn geymir í þeim efnum eða heldur því fyrir sjálfan sig, sjálfa sig er matsatriði hverju sinni. Þá getur hugtakið réttlætanlegt skipt máli þegar sú ákvörðun er tekin. Það er ekki sjálfgefið að einkamál fólks séu á borð borin þó persónulegum málum sé hægt að deila með öðrum. Nú um stundir er mikið tekist á um það hvort einkamál eigi að vera á borð borin fyrir fjöldann og þá í þeim tilgangi
að bæta það sem fyrir er. Það kann að vera réttlætanlegt að aðrir upplýsi um einkamál annarra þó það sé ekki siðferðilega rétt. Á þessu er munur.

Orð Páls heitins Skúlasonar fyrrverandi rektors H.Í. eru mér til umhugsunar þessa dagana er hann sagði við útskrift háskólanema vorið 2004: “Hvernig yrði mannlífinu háttað, ef við hættum að leita þekkingar og skilnings og skeyttum ekki lengur um rétt og rangt í samskiptum okkar? Ég er hræddur um að það yrði á skammri stundu óbærilegt. Mannleg skynsemi yrði úr sögunni, því skynsemin er einmitt fólgin í viðleitni til að sjá hvað er satt og gera það sem er rétt. Og ef við hættum því, munu samskipti okkar einkennast af ofbeldi sem eyðileggur lífsskilyrði okkar og lífsmöguleika. Þess vegna hljótum við sífellt að reyna að hugsa og breyta af skynsemi þótt ekki takist það alltaf sem skyldi.”

Ég þakka gestgjöfum okkar hér í Vídalínskirkju fyrir afnotin af kirkju og safnaðarheimili, þeim sem undirbúið hafa þingið og þeim sem hér hafa flutt okkur boðskap í tali og tónum. Góður Guði blessi okkur og leiði í þjónustunni í kirkju hans.

Ávarp við setningu kirkjuþings 2017, sem fram fór í Vídalínskirkju

Opening Words of a WCC Conference on Just Peace with Earth, and prayers in the Digranes Church, Kópavogur

In gratitude and with a joyful heart I bid you all most welcome to this WCC Conference on Just Peace with Earth, which now is opening here in Digranes Church. Although scheduled to end on Friday Oct 13, the conference will indeed be continued by active WCC participation in the Arctic Circle Assembly of 2017 that will take place in the Conference Centre of Harpa in Reykjavík. There his holiness Ecumenical Orthodox Patriarch Bartholomew I will give the Key Note Speech, and two Breakout Sessions will be arranged by the WCC, in cooperation with the Icelandic Church, on the importance of ethical and religious sentiments and values for reacting effectively to the impending climate changes.

I want to thank all of you who have worked well and enthusiastically for preparing the conference, both abroad and here in Iceland, and also of course the Digranes Church for hosting it, as well as the mayor and the Council of Kópavogur Municipality for showing interest in and appreciating the historical value of WCC convening here in Kópavogur. Meeting here bears witness to an enriching trust and mutual respect between the churches and the civil authorities of this town.

You who are coming from abroad are especially welcomed as dear and precious guests. Most of you have flown in from northern regions, but some also from more southern parts of the world, but all of you have felt and experienced the dire reality of the climate changes which the daily news media reveal to ‘eyes that see and ears that hear.’ How can the Christian Churches respond responsibly to these threats, as both hearing and seeing? They must be attentive to and hear the call of Christ to foster increased sensitivity to this acute reality but also to nurture hope, creative courage, loving care and concern to act wisely, unhesitatingly and concertedly to rescue the endangered environment and the God-created biosphere in Christ´s name.

To ponder and try to answer that serious question, and find means to obey Christ´s call, will assumedly be the main task of this conference, and a radical reaffirmation of the value and demands of Christian stewardship become the guiding principle.

In this year of 2017, the 500-year anniversary of the Reformation of Martin Luther is widely commemorated. Fortunately, the emphasis on reviewing its historical impact is not on what dogmatically separates us Christians of today, but on the contrary, rather on all that unites and ties together the entire World Christian Community. Our unity has never been more important than as we face the serious challenges of our times, and particularly the impending climate crisis.

This calamity requires that Christianity prove its worth as a protective shield of genuine human values and an illuminating light and creative force of saving reforms, which need to appear, both in worship in our individual Churches and in their explicit support of measures and policies that aim at sustainability.

But why Iceland? Why come here for this Conference? – As an island, Iceland is surrounded by the sea. It borders to the north the arctic areas, but to the south only the vast ocean is found until it reaches the Antarctica. – It also feels like this country stretches out its arms to both continents in the east and the west. The Eurasian tectonic plate and the North American tectonic plate meet in Iceland, so at least geologically speaking, the easiest way to bridge the continents would be here.

This kind of mind mapping draws by imagination a cross through Iceland on the global scene. -To see in the light of Christ is indeed always to look from his cross, as the central vantage point, feel there his sacrificial love and be also grasped by the light of his resurrection to clearly realise the darkness of evil, misery and suffering in this world, without, however, despairing, and simultaneously be grasped by the renewing power of the Holy Spirit.- Grasped by the Sprit to relieve the hurtful bondages of human miseries and evil and now also to alleviate the heavy burdens of the exploited and maltreated earthly ecosystem.-

Due to the often clear and sweeping view given in the Icelandic landscape and also by the location of the country in the middle the Atlantic, away from most other countries, people from abroad often feel as if seized here by a sense of opening horizons, and also by liberating freedom and refreshed understanding of the mysteries of life and the whole created order. The long-standing democratic tradition in the country, as well as the edifying impacts of Christianity from the earliest times of the settlement of Iceland in the late ninth century, may truly have influenced these sentiments. Tourists are now flocking to Iceland, attracted by the often breath-taking landscape and the lure of history, but probably also by a sense of finding a revealing vantage point and a wide horizon.

When, in early nineteenth century, explorers and adventurers came to Iceland from abroad to investigate the country and get acquainted with its inhabitants, they could not quite decide for themselves whether the landscape was ugly or beautiful. As they noticed the contrasts of the burning fires revealed in the bubbling lava streams and the mass of ice accumulated in the glaciers, they felt both attracted and repelled by the awesome but also threatening Icelandic nature and landscape.

The contemporary Icelandic biologist and cherished poet, Jónas Hallgrímsson, resonates well in his works the prevailing sentiments of his countrymen towards the land and its nature as being pervaded by God´s Spirit and also their felt obligation to respect nature as being a holy entity. His poem Smávinir fagrir, „You star-strewn flowers’’ as it is translated in English, gives clear evidence of these sentiments.

After my prayers Margrét Bóasdóttir, the Music Director of the Evangelical Lutheran Church in Iceland, will sing this poem of Hallgrímsson set to a melody of the Icelandic composer, Atli Heimir Sveinsson. She will be accompanied on the Organ by the Church organist, Sólveig Sigríður Einarsdóttir.

In the 15th chapter of the Gospel of John, Jesus says: 4 Remain in me, as I also remain in you. No branch can bear fruit by itself; it must remain in the vine. Neither can you bear fruit unless you remain in me. 5 “I am the vine; you are the branches. If you remain in me and I in you, you will bear much fruit; apart from me you can do nothing.” Amen.

Let us pray: Dear Lord! Bless this WCC Conference on Just Peace with Earth and the Arctic Circle Assembly here in Iceland. Open our hearts and minds to your presence in the Holy Spirit to see and hear clearly what you want of us Christians when confronting and responding to the serious climate changes that face us.

Open our eyes and ears to the wonders and value of your creation which is redeemed in Jesus Christ and will be saved from all its bondages through him as the Tree of Life and all of us who become fruitful branches and leaves in response to his recreating presence. May we at this conference experience your guidance and the inspiration of the Holy Spirit and feel and sense with gratitude and joy the empowering synergy of your recreating work in the lectures and dialogues of the conference and in the making of the Conference Message.
May this conference may have a positive and lasting impact by furthering a paradigm shift for climate rescue through the combined efforts, witness and work of the World Council of Churches and the World Christian Community, in Christ´s name. – And now please join me, in your own languages, as I recite the Lord’s Prayer in Icelandic. Faðir vor….

Opening Words of a WCC Conference on Just Peace with Earth, and prayers in the Digranes Church, Kópavogur, Wednesday, October 11, 2017