Agnes M. Sigurðardóttir er maður ársins

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er maður ársins á Stöð 2. Tilkynnt var um valið í áramótaþættinum Kryddsíld sem er sendur út á Stöð 2. Edda Andrésdóttir tók viðtal við biskup í þættinum. Þar sagði Agnes meðal annars að vildi að fólk vissi hvað hún og kirkjan er að gera, hafa allt uppi á borðinu og auka skilning á því sem er verið að gera.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er maður ársins á Stöð 2

Í lok viðtalsins ávarpaði hún stjórnmálaleiðtogana sem voru í viðtali í Kryddsíldinni og sagði: „Ég vil að við vinnum saman, göngum í takt, verkefnið okkar er að vinna með þjóðinni og fyrir þjóðina og að láta gott af okkur leiða. Kirkjan hefur svo sannarlega boðskap fram að færa. Ríkisvaldinu ber að styðja og vernda kirkjuna, ekki vegna þess að hún hafi nein forréttindi í þessu samfélagi heldur vegna þess að hún hefur þessar skyldur.“

Nánar

Frétt á kirkjan.is