Biskupsvígsla í Tromsø

Þjóðkirkjan á í samstarfi við kirkjur um allan heim. Nánast er samstarfið við systurkirkjurnar á Norðurlöndum. Ein birtingarmynd þess er þátttaka í biskupsvígslum. Á sunnudaginn var Olav Øygard vígður til biskupsþjónustu í dómkirkjunni í Tromsø. Áður var hann prófastur í Alta. Það var Helga Haugland Byfuglien, höfuðbiskup norsku kirkjunnar, sem leiddi vígsluathöfnina.

Biskupsvígsla í Tromsø

Biskupsvígsla í Tromsø .

Agnes M. Sigurðardóttir tók þátt fyrir hönd þjóðkirkjunnar. Kirkjan var þétt setin í vígslunni. Í prédikun sinni talaði nýi biskupinn um kærleikann og hvatti til þess að hin kristnu tækju miskunnsama Samverjann sér til fyrirmyndar í hugarfari og verkum.