„Hann á að vaxa en ég á að minnka“

Boðskapur Krists minnir okkur á þau sem standa höllum fæti. Að þau sem hafa það betra gefi af sínu til þeirra er minna hafa. Sá boðskapur verður áberandi í verkum á aðventunni, þeim tíma kirkjuársins er við undirbúum okkur fyrir fæðingarhátíð frelsarans.

„Hann á að vaxa, en ég á að minnka“, prédikun í Hafnarfjarðarkirkju 21. desember 2014.