Nýja árið og lífsgildin

Mesti auður þessa lands er fólkið sem hér býr. Í samfélaginu þurfa að vera aðstæður til að koma öllum börnum til manns og hverjum manni til hjálpar sem er hjálparþurfi. Hver maður, karl eða kona á að búa við þær aðstæður að geta vaxið og þroskast, sjálfum sér til farsældar og náunganum til blessunar. Þau sem hlýddu á Jesú og urðu vitni af kraftaverkum hans hrifust af honum. En það var ekki nóg, því trú þeirra þurfti að þroskast og vaxa. Á sama hátt þarf að búa að íslenskri þjóð að hún fái vaxið og þroskast, bæði á veraldarinnar vísu en ekki síður á andlega vísu. Leyfum leiðtoganum Jesú Kristi að leiða okkur áfram veginn á nýju ári og um framtíð alla. Því mun fylgja blessun og farsæld og fullkomin lífsfylling.

Nýja árið og lífsgildin, nýársprédikun í Dómkirkjunni 1/1/2015.