Hugur okkar hjá sænsku þjóðinni

Í ljósi hinna hryllilegu atburða sem áttu sér stað í Svíþjóð í dag hvetur biskup Íslands fólkið í kirkjunni til að biðja fyrir þolendum hryðjuverkaárásarinnar, að Guð veiti huggun og miskunn ástvinum þeirra sem dóu í árasinni, að Guð gefi styrk og bata þeim sem slösuðust. Biskup biður og segir: ,,Drottinn Guð, hindra útbreiðslu haturs og ranglætis en laða fram hið góða og kærleiksríka með öllum mönnum, fyrir Drottin vorn Jesú Krist.”

Jafnframt sendi biskup Íslands erkibiskup sænsku kirkjunnar, Antje Jackelen, bænarorð, en þar sagði meðal annars: Eftir hryðjuverkaárásina í dag er hugur minn hjá þér og systrum og bræðrum í Svíþjóð.  Miskunnsamur Guð huggi og styrki þau öll er syrgja og óttast.