Biskup gróðursetti tré á Sólheimum

Biskup Íslands heimsótti Sólheima fimmtudaginn 15. júní. Heimsóknin hófst á samveru og morgunstund með starfsfólki og íbúum. Að henni lokinni kynnti framkvæmdastjóri Sólheima, Guðmundur Ármann Pétursson, sögu og starfsemi Sólheima fyrir biskupi í máli og myndum.

Biskup heilsaði upp á íbúa og starfsfólk og fékk leiðsögn um staðinn. Eftir hádegisverð var samvera í umsjá séra Sveins Alfreðssonar í Sólheimakirkju, þar sem sungið var, leikið á hljóðfæri og lesið. Biskup flutti ávarp og gróðursetti tré við kirkjuna að athöfn lokinni.

Myndir frá heimsókninni má nálgast hér: https://www.flickr.com/photos/kirkjan/albums/72157685027628806