Til hamingju með viðurkenninguna kæra Vilborg

Vilborg OddsdóttirÁnægjulegt var að sjá að Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar var ein þeirra sem var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar á nýjársdag. Hún var sæmd orðunni fyrir framlag sitt til samhjálpar og baráttu gegn fátækt í samfélaginu. Undir hennar stjórn hefur innanlandsaðstoð Hjálparstarfsins fetað nýjar brautir. Fólk stendur ekki lengur í biðröðum eftir mat í poka heldur fær fólk inneignarkort sem hægt er að nota víða og félagslega ráðgjöf. Vilborg hefur í starfi sínu hjá Hjálparstarfinu lagt áherslu á að vald efla fólk og styðja fólk í baráttunni við fátækt. Til hamingju með viðurkenninguna kæra Vilborg og þið öll sem sæmd voruð orðunni fyrir framlag ykkar til bætts samfélags.